Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi austanátt
Fimmtudagur 12. nóvember 2009 kl. 08:45

Vaxandi austanátt


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vaxandi austanátt, 8-15 m/s síðdegis. Skýjað með köflum og hiti 1 til 7 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vaxandi austanátt, 8-13 m/s síðdegis. Skýjað með köflum og hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Rigning austanlands, en rigning eða slydda með köflum norðantil síðdegis. Þurrt að mestu suðvestanlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:

Norðan- og norðaustanátt, 10-18 m/s, hvassast á annesjum nyrðra. Snjókoma eða slydda norðaustantil, él á norðvestanverðu landinu og rigningu eða slyddu austanlands. Hiti 0 til 5 stig syðra, en annars um frostmark.

Á mánudag:
Norðanátt með snjókomu eða éljagangi, en yfirleitt léttskýjað syðra. Vægt frost, en víða frostlaust við ströndina, einkum sunnantil.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Norðlæg eða breytileg átt og él á víð og dreif, síst suðvestantil. Fremur kalt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024