Vatnsskemmdir í íþróttahúsinu í Vogum
Í upphafi vikunnar gerði asahláku með þeim afleiðingum að snjór og klaki tók að bráðna af miklum móð. Í íþróttahúsinu í Vogum vildi ekki betur til en svo að niðurföllin höfðu ekki undan og vatn tók að flæða inn á gólfið. Það fór svo að lokum að slökkviliðið var kallað til svo unnt væri að dæla vatninu burt með öflugum dælubúnaði. Það fór því betur á horfðist í fyrstu, eigi að síður urðu smávægilegar skemmdir á parketinu. Skemmdirnar eru þó ekki það miklar að unnt er að nota allt gólfið án vandkvæða.