Vatnsleysustrandarhreppsbúar uggandi vegna sameiningar
Stór hluti íbúa í Vatnsleysustrandarhreppi óttast að með fyrirhugaðri sameiningu við Hafnarfjarðarbæ hverfi hreppurinn og verði jaðarbyggð í Hafnarfirði, segir Jón Gunnarsson, oddviti hreppsins og formaður samráðsnefndar, um sameininguna í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld.
Jón segir að samráðsnefndin hafi falið ráðgjafarfyrirtæki það verkefni að leggja mat á stöðuna um sameiningarferlið. Það hafi legið fyrir að íbúar þyrftu að kjósa um sameiningu við annað sveitarfélag. Vilji íbúa hafi verið kannaður og í ljós komið að eindreginn vilji meirihluta íbúa var að sameinast Hafnarfjarðarbæ. Þó sé stór hluti íbúa sem ekki vilji sameiningu.
Jón segir að komið hafi á óvart að meirihluti íbúa hafi kosið Hafnarfjörð frekar en Reykjanesbæ. Skýringin sé líklegast sú að íbúum hafi fjölgað töluvert í hreppnum síðastliðin ár og þeir komi aðallega frá stór- Hafnarfjarðarsvæðinu.
Jón segir að samráðsnefndin hafi falið ráðgjafarfyrirtæki það verkefni að leggja mat á stöðuna um sameiningarferlið. Það hafi legið fyrir að íbúar þyrftu að kjósa um sameiningu við annað sveitarfélag. Vilji íbúa hafi verið kannaður og í ljós komið að eindreginn vilji meirihluta íbúa var að sameinast Hafnarfjarðarbæ. Þó sé stór hluti íbúa sem ekki vilji sameiningu.
Jón segir að komið hafi á óvart að meirihluti íbúa hafi kosið Hafnarfjörð frekar en Reykjanesbæ. Skýringin sé líklegast sú að íbúum hafi fjölgað töluvert í hreppnum síðastliðin ár og þeir komi aðallega frá stór- Hafnarfjarðarsvæðinu.