Vatnsgufa kom upp um kannabisræktun í Sandgerði
Á föstudaginn fóru lögreglumenn að húsi í Sandgerði en tilkynnt hafði verið að reyk legði frá húsinu. Í ljós kom að hita- og rakaskynjari hafði farið í gang því skrúfað var frá heita vatninu í húsinu en enginn var heima. Kannabisræktun var í húsinu og má telja líklegt að skrúfað hafi verið frá heita vatninu til að ná upp viðundandi rakastigi.Tveir menn voru verið handteknir vegna þessa máls.