Vatnsfæðingar vinsælar
Rúmlega 50% aukning var á vatnsfæðingum á fæðingadeild HSS á millli ára. Vatnsfæðing er náttúruleg verkjameðferð sem sængurkonur geta valið um þegar kemur að fæðingu. Alls fæddust 246 börn á HSS árið 2007 og af þeim voru 52 vatnsfæðingar en árið 2006 voru 24 vatnsfæðingar af 204 fæðingum. Ein tvíburafæðing var á HSS á árinu 2007 og engin andvana fæðing. Meðalfæðingarþyngd barna á HSS árið 2007 var 3360 gr.
Á fæðingardeildinni fer fæðing og sængurlega fram í hlýju og vinalegu umhverfi þar sem í boði eru náttúrulegar verkjameðferðir eins og bað, nálastungur og nudd, ásamt hefðbundnum verkjameðferðum.
Mynd: Af vef fæðingadeildar HSS, ljósmóðir bregður á leik.