Vatnagarðar eldi að bráð
Húsið Vatnagarðar neðan við Útskála í Garði varð eldi að bráð í dag. Ekki var hægt að bjarga húsinu þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn, en húsið hafði verið dæmt ónýtt af byggingarnefnd sveitarfélagsins nokkru áður. Það þótti orðið hrörlegt og hættulegt, en samkvæmt húsafriðunarnefnd hafði það ekkert varðveislugildi.
Ekki er ljóst hvað olli eldinum.
Fyrir nokkrum vikum var sótt um að fá að byggja heilsárshús á sömu lóð, en þeirri beiðni var synjað þar sem í deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir starfsemi tengd menningarsetrinu að Útskálum.
Hér má sjá myndskeið úr VefTV Víkurfrétta frá brunanum
Vf-mynd/Þorgils