Varnarsamstarfið í uppnámi?
Á fundi um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna í morgun þar sem Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ræddu við Elisabeth Jones varautanríkisráðherra Bandaríkjanna var lagt fram bréf frá Bandaríkjaforseta. Efni bréfsins hefur ekki verið gert opinbert, en utanríkismálanefnd Alþingis ræðir nú málið á fundi sínum. Hvorki Davíð Oddsson né Halldór Ásgrímsson vildu tjá sig um fundinn með Jones í dag, en sögðu að málið væri viðkvæmt á þessu stigi. Víkurfréttir munu fylgjast náið með málinu í dag.