Varnarliðsþyrlur að störfum í Líberíu
Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er komin til starfa á fjarlægum slóðum og var að störfum við sendiráð Bandaríkjanna í Monróvíu í Líberíu í byrjun vikunnar. Þyrlurnar fluttu öryggissveitir að sendiráðinu, auk þess sem þyrlunum þremur sem fóru frá Íslandi er ætlað að flytja á brott bandaríska þegna.Meðfylgjandi myndir eru teknar af ljósmyndara bandaríska flughersins þegar þyrla Varnarliðsins í Keflavík eða þyrla frá „the 56th Rescue Squadron, Naval Air Station Keflavik, Iceland“ lenti við Bandaríska sendiráðið í Líberíu þann 28. júlí sl. Þyrlurnar munu hafa aðstöðu í Sierra Leone og eru hér að flytja hryðjuverkaöryggissveit bandaríska flotans.