Varnarliðsmenn standi saman
Upplýsingafundi varnarliðsins vegna morðsins á tvítugri stúlku síðastliðna helgi lauk fyrir skömmu. Yfirmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli upplýstu þar íbúa vallarins um þætti tengda morðmálinu ásamt öðrum spurningum sem hægt var að beina til þeirra í beinni útsendingu.
Yfirmaður flotastöðvarinnar Mark S. Laughton sagði þar að varnarliðsmenn verða að standa saman og vinna saman sem stöð. „Við verðum að tala saman og hittast, leggja hönd á náungan og spyrja hvort allt sé í lagi,“ sagði Laughton. Sagði hann einnig að yfirmenn stöðvarinnar gætu hjálpað öllum hvort sem um varnarliðsmenn eða íslenska starfsmenn væri að ræða.
Einn sem hringdi furðaði sig á því að íslenskir fjölmiðlar vissu meira en íbúar vallarins og spurðu yfirmennina hvernig á því stæði. „Við vitum ekki hvað þeir setja í blöðin um okkur nema við látum þá fá upplýsingarnar,“ svaraði Mark S. Laughton. Hann bað varnarliðsmenn að trúa ekki öllu sem þeir lesa þar sem sérstaklega upp á síðkastið hafi borið á fréttaflutningi sem ekki telst réttur. „Það sem þið lesið skuluð þið lesa með fyrirvara en við munum láta ykkur vita allar þær upplýsingar sem mega koma fram um leið og þær berast.“
Á fundinum var einnig spurt hvort meintur banamaður væri í flughernum eða í sjóhernum og sagði Laughton að maðurinn hefði verið í flughernum. Einnig kom fram á fundinum að stúlkan sem lést fannst klukkan 22:00 á sunnudagskvöldið. Upplýsingar um hvernig hún var myrt var ekki hægt að gefa upp á fundinum.
Hvað öryggi á vellinum varðar þá sagði Laughton að ef yfirmenn vallarins teldu að líf þeirra sem þar búa væri í hættu þá yrði gripið til viðeigandi ráðstafana. Í kjölfar morðsins þá verður öryggi eflt í kringum blokkina 762 en Laughton sagði þetta morð koma eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Að lokum sagði Laughton að ekkert væri hryllilegra en morð á ungu fólki. Búist er við fréttatilkynningu frá hernum seinna í dag.
Yfirmaður flotastöðvarinnar Mark S. Laughton sagði þar að varnarliðsmenn verða að standa saman og vinna saman sem stöð. „Við verðum að tala saman og hittast, leggja hönd á náungan og spyrja hvort allt sé í lagi,“ sagði Laughton. Sagði hann einnig að yfirmenn stöðvarinnar gætu hjálpað öllum hvort sem um varnarliðsmenn eða íslenska starfsmenn væri að ræða.
Einn sem hringdi furðaði sig á því að íslenskir fjölmiðlar vissu meira en íbúar vallarins og spurðu yfirmennina hvernig á því stæði. „Við vitum ekki hvað þeir setja í blöðin um okkur nema við látum þá fá upplýsingarnar,“ svaraði Mark S. Laughton. Hann bað varnarliðsmenn að trúa ekki öllu sem þeir lesa þar sem sérstaklega upp á síðkastið hafi borið á fréttaflutningi sem ekki telst réttur. „Það sem þið lesið skuluð þið lesa með fyrirvara en við munum láta ykkur vita allar þær upplýsingar sem mega koma fram um leið og þær berast.“
Á fundinum var einnig spurt hvort meintur banamaður væri í flughernum eða í sjóhernum og sagði Laughton að maðurinn hefði verið í flughernum. Einnig kom fram á fundinum að stúlkan sem lést fannst klukkan 22:00 á sunnudagskvöldið. Upplýsingar um hvernig hún var myrt var ekki hægt að gefa upp á fundinum.
Hvað öryggi á vellinum varðar þá sagði Laughton að ef yfirmenn vallarins teldu að líf þeirra sem þar búa væri í hættu þá yrði gripið til viðeigandi ráðstafana. Í kjölfar morðsins þá verður öryggi eflt í kringum blokkina 762 en Laughton sagði þetta morð koma eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Að lokum sagði Laughton að ekkert væri hryllilegra en morð á ungu fólki. Búist er við fréttatilkynningu frá hernum seinna í dag.