Varnarliðsmál rædd á Alþingi
Framtíð varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna var til umræðu á Alþingi í morgun. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, hóf umræðuna og sagði að sér virtist sem uppstytta væri í viðræðunum. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort eina markmið íslenskra stjórnvalda væri að halda hernum hér á landi peninganna vegna, en ekki loftvarnir.
Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, svaraði því til að vissulega hefðu viðræður ekki gengið eins vel og hann hefði vonað. Bilið á milli málsaðila hafi greinilega verið meira en búist var við og því sé niðurstaðan þessi í bili.
Hann bætti því við að stjórnvöld væru reiðubúin til að taka á sig aukinn hlut í kostnaði við rekstur flugvallarins þar sem almenn umferð á völlinn hafi aukist mikið síðustu ár, en umferð tengd hernum hafi hins vegar dregist umtalsvert saman.
Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi, lagði fram beiðni um utandagskrárumræðu um málið en lék forvitni á að vita hvort formlegar viðræður væru í raun hafnar við bandarísk stjórnvöld.
Samflokkskona Jóns, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ítrekaði þá spurningu og innti ráðherra eftir því hversvegna formlegar umræður væru ekki hafnar.
Utanríkisráðherra sagði að enn væru efnislegar umræður ekki hafnar, en ástæða þess sé sú að ekki liggi enn fyrir á hvaða grunni viðræðurnar skuli vera, en vonaðist til að það myndi komast á hreint sem fyrst. Þó gat hann ekki fullyrt að sú yrði raunin á næstunni.
Utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, svaraði því til að vissulega hefðu viðræður ekki gengið eins vel og hann hefði vonað. Bilið á milli málsaðila hafi greinilega verið meira en búist var við og því sé niðurstaðan þessi í bili.
Hann bætti því við að stjórnvöld væru reiðubúin til að taka á sig aukinn hlut í kostnaði við rekstur flugvallarins þar sem almenn umferð á völlinn hafi aukist mikið síðustu ár, en umferð tengd hernum hafi hins vegar dregist umtalsvert saman.
Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi, lagði fram beiðni um utandagskrárumræðu um málið en lék forvitni á að vita hvort formlegar viðræður væru í raun hafnar við bandarísk stjórnvöld.
Samflokkskona Jóns, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ítrekaði þá spurningu og innti ráðherra eftir því hversvegna formlegar umræður væru ekki hafnar.
Utanríkisráðherra sagði að enn væru efnislegar umræður ekki hafnar, en ástæða þess sé sú að ekki liggi enn fyrir á hvaða grunni viðræðurnar skuli vera, en vonaðist til að það myndi komast á hreint sem fyrst. Þó gat hann ekki fullyrt að sú yrði raunin á næstunni.