Varnarliðsmál: Huga þarf sérstaklega að aðstæðum 60 ára og eldri
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að hrinda þurfi strax í framkvæmd tillögum sem verið hafi í undirbúningi hjá ráðuneytum ríkisstjórnarinnar um styrkingu varna, greiningar og alþjóðaeftirlits gagnvart innra og ytra öryggi þjóðarinnar. Á fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra í dag lagði Árni fram áætlun í þremur þáttum um aðgerðir sem grípa megi til í kjölfar þess að Bandaríkjaher verður fluttur frá Keflavíkurflugvelli.
Tillögur Árna eru um aðstoð við núverandi starfsmenn varnarliðsins, framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli og að ný tækifæri verði skilgreind.
Árni segir að flest bendi til að starfsmenn fái uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót, með 6 mánaða uppsagnarfresti. Fyrsta verkefnið sé að aðstoða þá einstaklinga sem missi vinnuna og leggja verði áherslu á þverpólitískt átak við leysa þetta verkefni.
Sérstaklega þurfi að huga að aðstæðum þeirra sem eru að nálgast eftirlaunaaldur og mikilvægt að einstaklingum, 60 ára og eldri verði boðinn einhvers konar starfslokasamningur.
Þá segir Árni, að móta þurfi framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli og koma þar á fót miðstöð varnar- og öryggismála. Hrinda þurfi strax í framkvæmd tillögum sem verið hafi í undirbúningi hjá ráðuneytum ríkisstjórnarinnar um styrkingu varna, greiningar og alþjóðaeftirlits gagnvart innra og ytra öryggi þjóðarinnar. Aukin þörf sé á skipulegri vinnu við alþjóðlegt eftirlit gegn hryðjuverkahópum, fíkniefnum, glæpasamtökum og sjúkdómum. Þessi tækifæri beri að virkja við alþjóðaflugvöllinn. Segir Árni, að á annað hundrað störf geti orðið til og flust á svæði alþjóðaflugvallarins ef af þessu verður.
Þá segir Árni, að mikilvægt sé að skoða nýja möguleika í nýtingu varnarsvæðisins tengt alþjóðaflugvelli. Heimamenn telji, að mörg önnur tækifæri gefist á svæðinu. Reykjanesbær hafi m.a. óskað eftir samstarfi við utanríkisráðuneytið, Sandgerðisbæ og Fjárfestingarstofu iðnaðaráðuneytis og Útflutningsráðs um skoðun á tækifærum tengdum alþjóðaflugvellinum og athafnasvæðinu í kring.
Árni segir í tillögun sínum, að til að flýta fyrir virkjun hinna gríðarlegu tækifæra sem bjóðast á Varnarliðssvæðinu og alþjóðaflugvelli sé mikilvægt að svæðið verði sem mest sjálfberandi um fjármögnun. Í stað þess að sveitarfélagið geri tilkall til fasteignagjalda vegna bygginga, sem fyrir eru á svæðinu eða muni rísa, sé athugandi að gjöldin nýtist í fjármögnun framkvæmda og atvinnutækifæra á svæðinu. Þannig megi ætla að hundruð milljóna króna á hverju ári gætu nýst til frekari uppbyggingar atvinnutækifæra. Næg tækifæri sveitarfélaga á svæðinu felist í ört vaxandi, fjölbreyttri og vel launaðri atvinnu íbúanna. Því sé athugandi að sérstakur sjóður nýti tekjur og gjöld af svæðinu til beinnar uppbyggingar á því.
Heimild: www.mbl.is
Tillögur Árna eru um aðstoð við núverandi starfsmenn varnarliðsins, framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli og að ný tækifæri verði skilgreind.
Árni segir að flest bendi til að starfsmenn fái uppsagnarbréf um næstu mánaðarmót, með 6 mánaða uppsagnarfresti. Fyrsta verkefnið sé að aðstoða þá einstaklinga sem missi vinnuna og leggja verði áherslu á þverpólitískt átak við leysa þetta verkefni.
Sérstaklega þurfi að huga að aðstæðum þeirra sem eru að nálgast eftirlaunaaldur og mikilvægt að einstaklingum, 60 ára og eldri verði boðinn einhvers konar starfslokasamningur.
Þá segir Árni, að móta þurfi framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflugvelli og koma þar á fót miðstöð varnar- og öryggismála. Hrinda þurfi strax í framkvæmd tillögum sem verið hafi í undirbúningi hjá ráðuneytum ríkisstjórnarinnar um styrkingu varna, greiningar og alþjóðaeftirlits gagnvart innra og ytra öryggi þjóðarinnar. Aukin þörf sé á skipulegri vinnu við alþjóðlegt eftirlit gegn hryðjuverkahópum, fíkniefnum, glæpasamtökum og sjúkdómum. Þessi tækifæri beri að virkja við alþjóðaflugvöllinn. Segir Árni, að á annað hundrað störf geti orðið til og flust á svæði alþjóðaflugvallarins ef af þessu verður.
Þá segir Árni, að mikilvægt sé að skoða nýja möguleika í nýtingu varnarsvæðisins tengt alþjóðaflugvelli. Heimamenn telji, að mörg önnur tækifæri gefist á svæðinu. Reykjanesbær hafi m.a. óskað eftir samstarfi við utanríkisráðuneytið, Sandgerðisbæ og Fjárfestingarstofu iðnaðaráðuneytis og Útflutningsráðs um skoðun á tækifærum tengdum alþjóðaflugvellinum og athafnasvæðinu í kring.
Árni segir í tillögun sínum, að til að flýta fyrir virkjun hinna gríðarlegu tækifæra sem bjóðast á Varnarliðssvæðinu og alþjóðaflugvelli sé mikilvægt að svæðið verði sem mest sjálfberandi um fjármögnun. Í stað þess að sveitarfélagið geri tilkall til fasteignagjalda vegna bygginga, sem fyrir eru á svæðinu eða muni rísa, sé athugandi að gjöldin nýtist í fjármögnun framkvæmda og atvinnutækifæra á svæðinu. Þannig megi ætla að hundruð milljóna króna á hverju ári gætu nýst til frekari uppbyggingar atvinnutækifæra. Næg tækifæri sveitarfélaga á svæðinu felist í ört vaxandi, fjölbreyttri og vel launaðri atvinnu íbúanna. Því sé athugandi að sérstakur sjóður nýti tekjur og gjöld af svæðinu til beinnar uppbyggingar á því.
Heimild: www.mbl.is