Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið stendur ekki við launahækkanir
Miðvikudagur 5. júlí 2006 kl. 16:28

Varnarliðið stendur ekki við launahækkanir

Varnarliðið hefur ekki staðið við launahækkanir sem verkamenn og vélamenn á Keflavíkurflugvelli áttu að fá frá síðustu áramótum. Útlit er fyrir að Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur og nágernnis, þurfi að sækja þessar launahækkanir í gegnum dómstólaleiðina, en fyrir því eru fordæmi.

Samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar varnarsvæða átti þessi hópur að fá launahækkun um síðustu áramót en VL hefur hundsað þær hingað til.
„Við höfum þurft að sækja þessi mál áður og unnið þau, þannig að fordæmin eru fyrir hendi. Það liggur alveg á borðinu að þeim ber að greiða þessar launahækkanir samkvæmt viðmiðunarsamningum fyrir þessa starfsmenn“, sagði Guðmundur Finnson hjá VSFK í samtali við Víkurfréttir í dag.
Svipuð staða kom upp fyrir tveimur árum þegar félagið þurfti að höfða mál á hendur utanríkisráðuneytinu fyrir um 30 starfsmenn VL sem ekki fengu launahækkanir samkvæmt ákvörðun kaupskrárnefndar.
Þá hefur komið fram í fréttum að VL hundsar einnig umsamdar launahækknir slökkivliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og er Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna að vinna í málinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024