Varnarliðið stelur staurum á merktri bifreið
Í fyrradag var tilkynnt um að varnarliðsmenn væru að taka tréstaura við Háabjalla. Voru mennirnir á varnarliðsbifreið. Hafði lögreglan á Keflavíkurflugvelli upp á bifreiðinni skömmu síðar og þeim aðilum sem þarna voru að verki. Viðurkenndu varnarliðsmennirnir verknaðinn en kváðust halda að þeim hafi verið þetta heimilt. Ekki er vitað hvað varnarliðsmennirnir hafi ætlað sér að gera við tréstaurana.
Myndin: Frá Háabjalla. VF-ljósmynd/Hilmar Bragi.