Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið sótti slasaðan sjómann vestur af Stafnesi
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 23:32

Varnarliðið sótti slasaðan sjómann vestur af Stafnesi

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 13:13 og tilkynnti að skipverji um borð í mótorbátnum Hauki EA-76 hefði slasast á fæti.  Óskað var eftir þyrlu til að sækja hann.  Báturinn var þá staddur um 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi.

Hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar er flughæf í dag.  TF-SIF er í 500 tíma skoðun en TF-LIF bilaði í gær.  Þess vegna hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar samband við Varnarliðið og óskaði eftir aðstoð.  Þyrla Varnarliðsins var búin að hífa hinn slasaða upp úr bátnum kl. 14:30 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 14:50.

Haukur EA er kunnuglegt skip hjá mörgum Suðurnesjamönnum því skipið hét m.a. áður Dagfari GK og var gerður út frá Sandgerði.

Myndin: Varnarliðsþyrla á æfingu. Mynd úr Myndasafni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024