Varnarliðið sótti rússneskan sjóliða 230 sjómílur á haf út
Þyrlur frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli sóttu slasaðan rússneskan sjóliða í herskip 230 sjómílur á haf út í dag. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fylgdi þyrlunum.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð hennar hafi fengið tilkynningu frá varnarliðinu kl. 13:17 um að rússnesk yfirvöld hefðu óskað aðstoðar vegna slasaðs manns um borð í rússneska herskipinu Admiral Chabanenko. Skipið var þá statt 230 sjómílur suðsuðaustur af Reykjavík. Læknir var um borð í Admiral Chabanenko og hafði hann gert aðgerð á hinum slasaða en nauðsynlegt var að flytja hann á sjúkrahús.
Varnarliðið var reiðubúið að senda tvær þyrlur af stað en óskaði eftir fylgdarflugvél frá Landhelgisgæslunni þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þyrlurnar fóru í loftið um kl. 13:50. Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, var í gæsluflugi þegar tilkynningin barst og lenti á Reykjavíkurflugvelli til að taka eldsneyti en hélt síðan af stað til fylgdar þyrlunum kl. 15:24.
Varnarliðsþyrla lenti með hinn slasaða við Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:50 og TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli um svipað leyti, segir á vef Morgunblaðsins.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð hennar hafi fengið tilkynningu frá varnarliðinu kl. 13:17 um að rússnesk yfirvöld hefðu óskað aðstoðar vegna slasaðs manns um borð í rússneska herskipinu Admiral Chabanenko. Skipið var þá statt 230 sjómílur suðsuðaustur af Reykjavík. Læknir var um borð í Admiral Chabanenko og hafði hann gert aðgerð á hinum slasaða en nauðsynlegt var að flytja hann á sjúkrahús.
Varnarliðið var reiðubúið að senda tvær þyrlur af stað en óskaði eftir fylgdarflugvél frá Landhelgisgæslunni þar sem um svo langa vegalengd var að ræða. Þyrlurnar fóru í loftið um kl. 13:50. Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, var í gæsluflugi þegar tilkynningin barst og lenti á Reykjavíkurflugvelli til að taka eldsneyti en hélt síðan af stað til fylgdar þyrlunum kl. 15:24.
Varnarliðsþyrla lenti með hinn slasaða við Landspítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:50 og TF-SYN lenti á Reykjavíkurflugvelli um svipað leyti, segir á vef Morgunblaðsins.