Varnarliðið segir upp 13 til viðbótar
13 starfsmönnum varnarstöðvarinnar verður sagt upp störfum næstu mánaðamót en samkvæmt upplýsingadeild Varnarliðsins er þetta vegna útboðs á flugþjónustu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru 11 starfsmenn af þessum 13 hjá snjóruðningsdeild varnarliðsins en þar hefur starfsmönnum fækkað töluvert.
Fyrir síðustu uppsagnarhrinu voru 56 starfsmenn hjá snjóruðningsdeildinni en þeim var fækkað í 34. Nú verða þeir, samkvæmt heimildum Víkurfrétta, aðeins 23.
Samkvæmt tilkynningu frá varnarliðinu þá var fulltrúum stéttarfélaga kynnt breytingarnar sem fyrirhugaðar eru í starfsliði varnarstöðvarinnar en uppsagnafrestur starfsmanna eru þrír mánuðir og verður þeim veitt aðstoð við aðlögun og atvinnuleit. Þar segir enn fremur; „ Þeir sem leita vilja annarra starfa hjá Varnarliðinu mun hljóta viðeigandi aðstoð og ráðgjöf. Þá býðst umræddum starfsmönnum að leita ráðgjafar vinnusálfræðings og aðstoðar ráðningarþjónustu í leit að starfi á almennum vinnumarkaði sér að kostnaðarlausu. Til að auðvelda leit að nýju starfi býðst þeim leyfi án launaskerðingar í allt að einum starfsdegi á hverju tveggja vikna launatímabili. Þá verða starfsmenn undanþegnir mætingarskyldu síðasta mánuðinn. Er þeim þá frjálst að ráða sig í vinnu annarsstaðar án launaskerðingar.“
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagði í samtali við Víkurfréttir að honum finnist það skelfileg tilhugsun að herinn sé að hluta niður flugvallarþjónustudeildina í einhverri rekstrarhagræðingu. „Á sama tíma eru íslensk stjórnvöld í viðræðum við Bandaríkjamenn um að taka við hluta af rekstri vallarins. Mér finnst það hræðileg sóun á verkþekkingu og þekkingu þessa starfshóps að segja þeim upp. Síðan tekur íslenska ríkið við þessum störfum og þá þurfa menn að fara að byrja á einhverjum núllpunkti aftur,“ sagði Kristján.
Hann segir ennfremur að sjónarmið hans og annarra hafi verið það að þessari deild verði ekki tvístrað. „Á það hefur ekki verið hlustað, verkin tala og nú er verið að segja þeim upp. Hagsmunir Bandaríkjamanna virðast ráða í öllum tilfellum en hagsmunir íslendinga eru lagðir til hliða í þessu máli.“
Í tilkynningunni frá varnarliðinu kemur meðal annars fram að umræddar ráðstafanir hafa hvorki áhrif á skyldur flotastöðvarinnar í tengslum við rekstur Keflavíkurflugvallar né þjónustu við varnarliðið. Þar segir einnig eftirfarandi: „Þá snerta þær ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna né umræður um framtíð varnarliðsins eða endurskoðun á almennum viðbúnaði Bandaríkjahers. Ráðstafanir þessar hafa verið kynntar íslenskum stjórnvöldum. Varnarliði óskar ekki að ræða opinberlega einstök atriði fyrirhugaðra breytinga fyrr en endanleg niðurstaða uppsagna liggur fyrir hinn 1. september n.k. “
Fyrir síðustu uppsagnarhrinu voru 56 starfsmenn hjá snjóruðningsdeildinni en þeim var fækkað í 34. Nú verða þeir, samkvæmt heimildum Víkurfrétta, aðeins 23.
Samkvæmt tilkynningu frá varnarliðinu þá var fulltrúum stéttarfélaga kynnt breytingarnar sem fyrirhugaðar eru í starfsliði varnarstöðvarinnar en uppsagnafrestur starfsmanna eru þrír mánuðir og verður þeim veitt aðstoð við aðlögun og atvinnuleit. Þar segir enn fremur; „ Þeir sem leita vilja annarra starfa hjá Varnarliðinu mun hljóta viðeigandi aðstoð og ráðgjöf. Þá býðst umræddum starfsmönnum að leita ráðgjafar vinnusálfræðings og aðstoðar ráðningarþjónustu í leit að starfi á almennum vinnumarkaði sér að kostnaðarlausu. Til að auðvelda leit að nýju starfi býðst þeim leyfi án launaskerðingar í allt að einum starfsdegi á hverju tveggja vikna launatímabili. Þá verða starfsmenn undanþegnir mætingarskyldu síðasta mánuðinn. Er þeim þá frjálst að ráða sig í vinnu annarsstaðar án launaskerðingar.“
Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, sagði í samtali við Víkurfréttir að honum finnist það skelfileg tilhugsun að herinn sé að hluta niður flugvallarþjónustudeildina í einhverri rekstrarhagræðingu. „Á sama tíma eru íslensk stjórnvöld í viðræðum við Bandaríkjamenn um að taka við hluta af rekstri vallarins. Mér finnst það hræðileg sóun á verkþekkingu og þekkingu þessa starfshóps að segja þeim upp. Síðan tekur íslenska ríkið við þessum störfum og þá þurfa menn að fara að byrja á einhverjum núllpunkti aftur,“ sagði Kristján.
Hann segir ennfremur að sjónarmið hans og annarra hafi verið það að þessari deild verði ekki tvístrað. „Á það hefur ekki verið hlustað, verkin tala og nú er verið að segja þeim upp. Hagsmunir Bandaríkjamanna virðast ráða í öllum tilfellum en hagsmunir íslendinga eru lagðir til hliða í þessu máli.“
Í tilkynningunni frá varnarliðinu kemur meðal annars fram að umræddar ráðstafanir hafa hvorki áhrif á skyldur flotastöðvarinnar í tengslum við rekstur Keflavíkurflugvallar né þjónustu við varnarliðið. Þar segir einnig eftirfarandi: „Þá snerta þær ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna né umræður um framtíð varnarliðsins eða endurskoðun á almennum viðbúnaði Bandaríkjahers. Ráðstafanir þessar hafa verið kynntar íslenskum stjórnvöldum. Varnarliði óskar ekki að ræða opinberlega einstök atriði fyrirhugaðra breytinga fyrr en endanleg niðurstaða uppsagna liggur fyrir hinn 1. september n.k. “