Varnarliðið: Meiri samdráttur en talið var
Fréttastofa Sjónvarpsins kvaðst í kvöld hafa fyrir því heimildir að fyrirhugaður niðurskurður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli yrði mun meiri en áður var talið. Auk brotthvarfs fjögurra F-14 orrustuþotna mundu fjölskyldur varnarliðsmanna ekki lengur dvelja hér á landi. Mundi það þýða að verulega dragi úr eftirspurn eftir þjónustu á varnarsvæðinu, en fjöldi Íslendinga hefur atvinnu við slík störf. Samkvæmt heimildum Fréttastofu Sjónvarps eru taldar meiri líkur en minni á því að flugher Bandaríkjamanna hverfi frá landinu.
Hermennirnir sem eftir yrðu dveldu hér á landi í nokkra mánuði í senn fjarri fjölskyldum sínum
Segir fréttastofan að þetta komi heim og saman við grein sem nýlega birtist í Washington Post þar sem fram kemur að bandaíski herinn fyrirhugar að gera breytingar á fleiri stöðum en á Íslandi. Þar segir að áhersla á herstöðvar í Evrópu og Asíu verði minni en áður, en þeim mun meiri áhersla lögð á net smárra herstöðva nær skilgreindum hættusvæðum.
Heimildir fréttastofu Sjónvarpsins herma ennfremur að bréf Davíðs Oddssonar til forseta Bandaríkjanna sé á allt öðrum nótum en bréf George Bush til íslenskra stjórnvalda. Í bréfi Bush hafi ekkert verið minnst á framkvæmd varnarsamstarfsins, aðeins minnst á breytingar á högum hersins í Keflavík. Bréf Davíðs sé hinsvegar mun hvassara og þess óskað að herinn verði um kyrrt.
Frétt Sjónvarpsins er athyglisverð í ljósi þess að Bogi Ágústsson yfirmaður fréttasviðs stofnunarinnar fékk ásamt Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins trúnaðarupplýsingar frá Elizabeth Jones aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna um efni bréfs Bush Bandaríkjaforseta til ríkisstjórnarinnar. Aðrir fjölmiðlar voru sniðgengnir. Ætla verður þó að frétt Sjónvarpsins byggist á heimildum annars staðar frá.
Hermennirnir sem eftir yrðu dveldu hér á landi í nokkra mánuði í senn fjarri fjölskyldum sínum
Segir fréttastofan að þetta komi heim og saman við grein sem nýlega birtist í Washington Post þar sem fram kemur að bandaíski herinn fyrirhugar að gera breytingar á fleiri stöðum en á Íslandi. Þar segir að áhersla á herstöðvar í Evrópu og Asíu verði minni en áður, en þeim mun meiri áhersla lögð á net smárra herstöðva nær skilgreindum hættusvæðum.
Heimildir fréttastofu Sjónvarpsins herma ennfremur að bréf Davíðs Oddssonar til forseta Bandaríkjanna sé á allt öðrum nótum en bréf George Bush til íslenskra stjórnvalda. Í bréfi Bush hafi ekkert verið minnst á framkvæmd varnarsamstarfsins, aðeins minnst á breytingar á högum hersins í Keflavík. Bréf Davíðs sé hinsvegar mun hvassara og þess óskað að herinn verði um kyrrt.
Frétt Sjónvarpsins er athyglisverð í ljósi þess að Bogi Ágústsson yfirmaður fréttasviðs stofnunarinnar fékk ásamt Styrmi Gunnarssyni ritstjóra Morgunblaðsins trúnaðarupplýsingar frá Elizabeth Jones aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna um efni bréfs Bush Bandaríkjaforseta til ríkisstjórnarinnar. Aðrir fjölmiðlar voru sniðgengnir. Ætla verður þó að frétt Sjónvarpsins byggist á heimildum annars staðar frá.