Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið hættir við smíði 2000 fermetra fjölbýlishúss
Miðvikudagur 29. október 2003 kl. 13:50

Varnarliðið hættir við smíði 2000 fermetra fjölbýlishúss

Hætt hefur verið við smíði 2000 fermetra fjölbýlishúss fyrir Varnarliðið, en það var verktakafyrirtækið Eykt ehf. sem bauð lægst í verkið. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 3 milljónir dollara eða tæpar 230 milljónir króna. Að sögn Gunnars Arnar Steingrímssonar verkefnisstjóra Eyktar á Keflavíkurflugvelli var í kjölfarið 8 Suðurnesjamönnum sagt upp störfum 1. október sl. Tilboð í smíði fjölbýlishússins voru opnuð í júlí og í september var hætt við verkefnið. Gunnar Arnar segir að skýringar Varnarliðsins hafi verið þær að hætt hafi verið við smíði hússins vegna samdráttar.

 

VF-ljósmynd/JKK: Fjölbýlishús á varnarsvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024