Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varnarliðið: Fundað vegna tekjutaps HS
Þriðjudagur 18. júlí 2006 kl. 13:12

Varnarliðið: Fundað vegna tekjutaps HS

Hitaveita Suðurnesja ræðir nú við fulltrúa innkaupadeildar sjóhersins í Norfolk um tekjutap hitaveitunnar vegna brotthvarfs varnarliðsins. Á fundinum skýrist hugsanlega hvernig hitaveitan fær bættar fjárfestingar vegna orkusölu til varnarliðsins sem ekki munu borga sig upp.
Í fréttum Útvarpsins fyrir helgi sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, að á fundinum yrði meðal annars rætt um hugsanlega eingreiðslu til hitaveitunnar sem myndi bæta upp það tap sem fyrirtækið verður fyrir þegar varnarliðið hættir að kaupa orku.

RUV.IS greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024