Varnarliðið: Fundað vegna tekjutaps HS
Hitaveita Suðurnesja ræðir nú við fulltrúa innkaupadeildar sjóhersins í Norfolk um tekjutap hitaveitunnar vegna brotthvarfs varnarliðsins. Á fundinum skýrist hugsanlega hvernig hitaveitan fær bættar fjárfestingar vegna orkusölu til varnarliðsins sem ekki munu borga sig upp.
Í fréttum Útvarpsins fyrir helgi sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, að á fundinum yrði meðal annars rætt um hugsanlega eingreiðslu til hitaveitunnar sem myndi bæta upp það tap sem fyrirtækið verður fyrir þegar varnarliðið hættir að kaupa orku.
RUV.IS greinir frá þessu.