Varnarliðið: ekki vitað hvenær viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast
Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræður á milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast um framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á fundi utanríkismálanefndar Alþingis sem fram fór á miðvikudag.
Heather A. Conley, einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bandaríkjanna með málefni Evrópu og Asíu á sinni könnu er í stuttri heimsókn hér á Íslandi þar sem hún ræðir við íslenska ráðamenn. Conley sagði á blaðamannfundi í gær að hún vildi áfram beita sér ákaft fyrir því að tryggja sterk og rótgróin tengsl Bandaríkjanna og Íslendinga, einnig á erfiðum tímum. Hún sagði að styrkleikinn í tvíhliða samskiptum þjóðanna væri mikill og að ekkert eitt mál gæti grafið undan þeim.
Á blaðamannafundinum í gær var hún spurð hvort utanríkis- eða varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stýrði viðræðum við Íslendinga um skipulag varna hér á landi í framtíðinni. Ráðherrann sagði að bæði ráðuneytin ynnu saman að málinu og að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna kæmi einnig þar við sögu.
Conley var spurð hvort beðið væri eftir tillögum frá Íslendingum og einnig hvort hún teldi ekki nauðsynlegt að ráðamenn í Washington vissu hvað ráðamenn í löndum með herstöðvar vildu gera. Hún sagði að það væri mikilvægt að halda áfram viðræðum á meðan verið væri að fara yfir viðbúnað um allan heim. Hún sagði að skilningur væri á hvað íslenska ríkisstjórnin vildi og að hlýtt væri á rök ríkisstjórnarinnar. Sagði ráðherrann að það væri gert í anda heiðarlegra og opinskárra samskipta um það hvernig Bandaríkin geti best varið Ísland á 21. öldinni.
Morgunblaðið spurði ráðherrann hvort hugsanlegt væri að hefðbundnar loftvarnir væru almennt úreltar og hvort til greina kæmi að skera þær niður. „Ég held ég geti sagt að við lifum á tímum umskipta í tæknilegum efnum og til séu nýjar aðferðir til að tryggja vernd. Hægt er að verja lofthelgi með ýmsum ráðum án þess að ég vilji fara út í smáatriði í slíkum bollaleggingum. Ég vil aðeins benda á að hægt er vegna nýrrar tækni að gera hlutina á anna hátt en gert hefur verið,“ sagði Conley. Í lok blaðamannafundarins sagði Conley að ekki hafi verið teknar neinar endanlegar ákvarðanir innan Bandaríkjastjórnar um breytingar á varnarviðbúnaði sínum í heiminum. Sagði ráðherrann að þegar þeirri endurskoðun lyki yrði haft náið samráð við viðkomandi ríkisstjórnir.“
Heather A. Conley, einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bandaríkjanna með málefni Evrópu og Asíu á sinni könnu er í stuttri heimsókn hér á Íslandi þar sem hún ræðir við íslenska ráðamenn. Conley sagði á blaðamannfundi í gær að hún vildi áfram beita sér ákaft fyrir því að tryggja sterk og rótgróin tengsl Bandaríkjanna og Íslendinga, einnig á erfiðum tímum. Hún sagði að styrkleikinn í tvíhliða samskiptum þjóðanna væri mikill og að ekkert eitt mál gæti grafið undan þeim.
Á blaðamannafundinum í gær var hún spurð hvort utanríkis- eða varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stýrði viðræðum við Íslendinga um skipulag varna hér á landi í framtíðinni. Ráðherrann sagði að bæði ráðuneytin ynnu saman að málinu og að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna kæmi einnig þar við sögu.
Conley var spurð hvort beðið væri eftir tillögum frá Íslendingum og einnig hvort hún teldi ekki nauðsynlegt að ráðamenn í Washington vissu hvað ráðamenn í löndum með herstöðvar vildu gera. Hún sagði að það væri mikilvægt að halda áfram viðræðum á meðan verið væri að fara yfir viðbúnað um allan heim. Hún sagði að skilningur væri á hvað íslenska ríkisstjórnin vildi og að hlýtt væri á rök ríkisstjórnarinnar. Sagði ráðherrann að það væri gert í anda heiðarlegra og opinskárra samskipta um það hvernig Bandaríkin geti best varið Ísland á 21. öldinni.
Morgunblaðið spurði ráðherrann hvort hugsanlegt væri að hefðbundnar loftvarnir væru almennt úreltar og hvort til greina kæmi að skera þær niður. „Ég held ég geti sagt að við lifum á tímum umskipta í tæknilegum efnum og til séu nýjar aðferðir til að tryggja vernd. Hægt er að verja lofthelgi með ýmsum ráðum án þess að ég vilji fara út í smáatriði í slíkum bollaleggingum. Ég vil aðeins benda á að hægt er vegna nýrrar tækni að gera hlutina á anna hátt en gert hefur verið,“ sagði Conley. Í lok blaðamannafundarins sagði Conley að ekki hafi verið teknar neinar endanlegar ákvarðanir innan Bandaríkjastjórnar um breytingar á varnarviðbúnaði sínum í heiminum. Sagði ráðherrann að þegar þeirri endurskoðun lyki yrði haft náið samráð við viðkomandi ríkisstjórnir.“