Varnarliðið birtir áætlun um samdrátt og lokun þjónustustofnana
Varnarliðið birti í morgun fimm mánaða áætlun um samdrátt og lokun þjónustustofnana á varnarsvæðinu. Fækkun varnarliðsmanna hefst núna í byrjun maí og mun þeir smá saman hverfa af landi brott á þessu tímabili en ekki er reiknað með hópflutningum. Samsvarandi áætlun varðandi breytingar á eiginlegri starfsemi VL liggur ekki fyrir en mun verða kynnt við fyrsta tækifæri.
Fyrstu lokanir hefjast strax í byrjun maí þegar gleraugnaverlunin lokar, í kjölfarið fylgja kaffihús Kaffitárs, Háskólaútibú, snyrtistofa, sérverslanir, miðbylgjuútvarp og skautasalur.
Í júní lýkur skóla þann níunda og undir lok mánaðarins lokar aðalverslun Navy Exchange, myndbandaleiga, gjafavöruverslun USO ásamt því að lokar verður fyrir langlínusímtöl.
Í júlí lokar svo leikskólinn, ferðaskrifstofa, tómstundaheimili, FM útvarp og ýmsir vöruflokkar og þjónusta verður færð úr aðalverslun í dagvöruverslun. Þá verður lokað fyrir ADSL tengingar, matvöruverslunin lokar svo og varahlutaverslun, bílaþjónusta, aðalveitingahús, félagsheimili, USO inernetkaffi, sundlaug og bókasafn. Einnig verður lokað fyrir beinar sjónvarpsútsendingar.
Um miðjan ágúst lokar bifreiðaverstæði fyrir einkabifreiðar, bankinn lokar þann 25. og undir lok mánaðarins lokar kvikmyndahúsið, skyndibitastaðurinn, Windbreaker klúbbur og gistihús.
Í byrjun september verður keilusalnum lokað og um miðjan mánuðinn lokar íþróttahúsið, Privateers klúbbur, dagvöruverslun, sjónvarpsstöð og hlaupabraut. Undir lok mánaðarins verður svo mötuneytinu lokað svo og bensínstöðinni.
Fyrstu lokanir hefjast strax í byrjun maí þegar gleraugnaverlunin lokar, í kjölfarið fylgja kaffihús Kaffitárs, Háskólaútibú, snyrtistofa, sérverslanir, miðbylgjuútvarp og skautasalur.
Í júní lýkur skóla þann níunda og undir lok mánaðarins lokar aðalverslun Navy Exchange, myndbandaleiga, gjafavöruverslun USO ásamt því að lokar verður fyrir langlínusímtöl.
Í júlí lokar svo leikskólinn, ferðaskrifstofa, tómstundaheimili, FM útvarp og ýmsir vöruflokkar og þjónusta verður færð úr aðalverslun í dagvöruverslun. Þá verður lokað fyrir ADSL tengingar, matvöruverslunin lokar svo og varahlutaverslun, bílaþjónusta, aðalveitingahús, félagsheimili, USO inernetkaffi, sundlaug og bókasafn. Einnig verður lokað fyrir beinar sjónvarpsútsendingar.
Um miðjan ágúst lokar bifreiðaverstæði fyrir einkabifreiðar, bankinn lokar þann 25. og undir lok mánaðarins lokar kvikmyndahúsið, skyndibitastaðurinn, Windbreaker klúbbur og gistihús.
Í byrjun september verður keilusalnum lokað og um miðjan mánuðinn lokar íþróttahúsið, Privateers klúbbur, dagvöruverslun, sjónvarpsstöð og hlaupabraut. Undir lok mánaðarins verður svo mötuneytinu lokað svo og bensínstöðinni.