Varnarliðið auglýsir eftir starfsfólki innan varnarsvæðis
Í morgun var auglýst eftir sex starfsmönnum í eldhús Varnarliðsins, en á þriðjudag var samtals 18 manneskjum sagt þar upp störfum. 14 starfsmenn eldhússins eru félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og 2 starfsmenn félagar í Matvæla- og veitingasambandi Íslands. Tölvupóstur þess efnis að auglýst væri eftir 6 stöðum í eldhús barst starfsmönnum í morgun og er tekið fram að leitað sé eftir starfsfólki innan vallarins. Starfsmenn Varnarliðsins sem Víkurfréttir hafa rætt við segja að það hafi komið þeim í opna skjöldu að verið væri að auglýsa eftir starfsfólki í eldhús, eftir að búið væri að segja upp 18 starfsmönnum þar eða eins og einn viðmælandi Víkurfrétta sagði. „Þetta er ekkert annað en dónaskapur og samviskuleysi gagnvart því starfsfólki sem sagt var upp störfum í eldhúsinu.“
VF-ljósmynd/HBB.