Varnargarðurinn í Svartsengi mikið mannvirki
Jón Steinar Sæmundsson er duglegur að senda drónann á loft til að mynda náttúru og umhverfi Grindavíkur. Á meðfylgjandi mynd má sjá legu varnargarða sem ætlað er að verja orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið.
Garðarnir sem eru um sex til átta metra háir liggja í boga frá norðvestur horni Sýlingafells að norðvestur horni Þorbjarnar.
Þetta er gríðarmikið mannvirki sem unnið var á tiltölulega stuttum tíma og til verksins voru fengin öflugustu tæki landsins sem völ var á.
Ofar á myndinni, handan Sýlingafells og Stóra Skógfells, má svo sjá hið nýrunna hraun sem kom upp úr eldgosinu á dögunum.
Nú er það krafa Grindvíkinga að stjórnvöld beiti sér fyrir því að byggðin í Grindavík verði varin með varnargörðum í anda þess sem risinn er í Svartsengi.
Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson