Varnaliðið dæmt vegna vangoldinna launa
Í gær féllu 23 dómar í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Utanríkisráðherra, fyrir hönd Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, var dæmdur fyrir brot á kjarasamningum.
Varnarliðið var dæmt til að greiða 23 starfsmönnum vangreidd laun með vöxtum og dráttarvöxtum en þegar hafði málum 5 annarra starfsmanna lokið fyrr á árinu með sömu niðurstöðu. Tvö mál af sömu tegund verða tekin fyrir í upphafi janúar.
Upphæðin sem Varnarliðið þarf að greiða nú, á milli 3 og 4 milljónir króna, er ekki veruleg miðað við kröfur en það er vegna þess að launin höfðu þegar verið leiðrétt að mestu leyti.
„Dómurinn féllst á öll sjónarmið okkar og allar kröfur félagsins fyrir hönd félagsmanna,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í samtali við Víkurfréttir og var að vonum ánægður með niðurstöðuna.
„Þetta er auðvitað algjört neyðarúrræði að fara þessa leið, en við ætlumst einfaldlega til þess að Varnarliðið fari að lögum. Við horfum hins vegar björtum augum fram á við og vonum að þessi vitleysa þurfi ekki að endurtaka sig.“
Varnarliðið var dæmt til að greiða 23 starfsmönnum vangreidd laun með vöxtum og dráttarvöxtum en þegar hafði málum 5 annarra starfsmanna lokið fyrr á árinu með sömu niðurstöðu. Tvö mál af sömu tegund verða tekin fyrir í upphafi janúar.
Upphæðin sem Varnarliðið þarf að greiða nú, á milli 3 og 4 milljónir króna, er ekki veruleg miðað við kröfur en það er vegna þess að launin höfðu þegar verið leiðrétt að mestu leyti.
„Dómurinn féllst á öll sjónarmið okkar og allar kröfur félagsins fyrir hönd félagsmanna,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í samtali við Víkurfréttir og var að vonum ánægður með niðurstöðuna.
„Þetta er auðvitað algjört neyðarúrræði að fara þessa leið, en við ætlumst einfaldlega til þess að Varnarliðið fari að lögum. Við horfum hins vegar björtum augum fram á við og vonum að þessi vitleysa þurfi ekki að endurtaka sig.“