Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varðveita Samkomuhúsið í Garði
Föstudagur 6. febrúar 2009 kl. 16:52

Varðveita Samkomuhúsið í Garði



Samkomuhúsið í Garði verður varðveitt og það gert að menningarhúsi Garðs. Ráðist verður í endurbætur á húsinu, sem er farið að láta á sjá. Á þessu ári verður skipt um þak á húsinu og klæðning utanhúss endurnýjuð.

Samkomuhúsið í Garði á sér langa menningarsögu í Garði og það er vilji til að halda í húsið enda getur ýmis menningarstarfsemi þrifist í húsinu. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur bæjarstjóra í Garði, er mikil aðsókn að húsinu. Þar eru reglulega haldnir tónleikar og veislur.

Það er ljóst að það mun kosta talsverða fjármuni að endurnýja húsið, en verkefnið verður unnið í áföngum.

---
Mynd: Frá tónleikum í Samkomuhúsinu í Garði á dögunum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024