Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varðskýli lögreglunnar innsigluð
Þriðjudagur 21. desember 2004 kl. 14:57

Varðskýli lögreglunnar innsigluð

Varðskýli lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli við Grænáshlið voru innsigluð í morgun af umdæmisstjóra Vinnueftirlits Ríkisins. Settar hafa verið upp tilkynningar í glugga varðskýlanna þar sem sem segir að öll atvinnustarfsemi sé bönnuð í húsinu sem falli undir íslensk lög þar til annað verði ákveðið.

Lögreglumenn sem stóðu vörð í hliðinu rétt eftir hádegi í dag höfðu lögreglubíl sem athvarf og voru þeir ekki ánægðir með aðstöðuna.

Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli segir að um tímabundið ástand sé að ræða. Verið sé að lagfæra aðalhlið herstöðvarinnar og á meðan væri Grænáshliðið opið.
"Það má kannski segja að þetta sé óheppilegt ástand en það standa yfir miklar breytingar á hliðum varnarsvæðisins. Við höfum vitað í nokkuð langan tíma að við þyrftum að laga ákveðin atriði í skýlunum í Grænáshliðinu og Varnarliðið var búið að samþykkja lagfæringarnar. Það var einfaldlega ekki búið að koma þeim í verk,“ sagði Jóhann en hann býst við að lögreglumenn sem standa vörð í hliðinu verði útveguð bráðabirgða aðstaða í dag.

Myndin: Frá Grænáshliði í dag. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024