Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Varði doktorsritgerð á sviði reiknilegrar straumfræði
Mánudagur 22. febrúar 2010 kl. 16:10

Varði doktorsritgerð á sviði reiknilegrar straumfræði

Kristján Guðmundsson verkfræðingur varði doktorsritgerð sína: "Instability wave models of turbulent jets from round and serrated nozzles," á sviði reiknilegrar straumfræði við Tækniháskólann í Kaliforníu (Caltech) 17. nóvember síðastliðinn. 


Leiðbeinandi Kristjáns var Tim Colonius, prófessor við Tækniháskólann í Kaliforníu.
Andmælendur voru Joseph Shepherd og Anthony Leonard prófessorar við Tækniháskólann í Kaliforníu, og Fazle Hussain, prófessor við Háskólann í Houston, Texas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Doktorsritgerð Kristjáns fjallar um hávaða frá þotuhreyflum. Í ritgerðinni er helst vikið að hávaðanum er myndast í flugtaki þegar hreyflarnir eru keyrðir nærri hámarksafli. Hér er hávaðinn frá iðustreymi fyrir aftan hreyfilinn ríkjandi og í ritgerð Kristjáns er skýrt út hvernig hljóðið verður til og magnast svo upp frá litlum hreyfingum í iðustreyminu. Loks er fjallað um leiðir til hljóðdempunar.
  


Kristján er fæddur 5. ágúst 1979. Hann útskrifaðist af náttúru- og eðlisfræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja  árið 1999, og brautskráðist með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Kristján starfar nú við Háskólann í Twente, Hollandi.
  

Foreldar Kristjáns eru þau Eygló Kristjánsdóttir nuddfræðingur og Guðmundur Óskar Emilsson íþróttafræðingur. Systkini Kristjáns eru þær Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands, Kristín Gerður Guðmundsdóttir (látin) og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur.


Eiginkona Kristjáns er Ciji Davis, stílisti. Þau eru búsett í Enschede í Hollandi.