Varðan vígð á miðvikudag
Varðan, miðbæjarhúsið í Sandgerði, verður vígt opinberlega næstkomandi miðvikudag.
Formleg dagskrá hefst kl. 16:00 og er öllum bæjarbúum boðið að vera við vígsluna, skoða húsakynni og þiggja veitingar.
Meðal dagskrárliða er formleg opnun á bókasafni bæjarfélagsins, málverkasýning Ástu Árnadóttur verður í sölum og á göngum hússins, börn á vegum tónlistarskólans verða með tónlistaratriði og sýning verður á verkum barna frá leikskólanum Sólborg.
Húsið verður til sýnis til kl. 20:00 og eru allir bæjarbúar hvattir til að mæta og skoða glæsileg húsakynni í vaxandi bæjarfélagi.
Formleg dagskrá hefst kl. 16:00 og er öllum bæjarbúum boðið að vera við vígsluna, skoða húsakynni og þiggja veitingar.
Meðal dagskrárliða er formleg opnun á bókasafni bæjarfélagsins, málverkasýning Ástu Árnadóttur verður í sölum og á göngum hússins, börn á vegum tónlistarskólans verða með tónlistaratriði og sýning verður á verkum barna frá leikskólanum Sólborg.
Húsið verður til sýnis til kl. 20:00 og eru allir bæjarbúar hvattir til að mæta og skoða glæsileg húsakynni í vaxandi bæjarfélagi.