Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Varð fyrir eldingu í flugtaki
Það var mjög óstöðugt loft yfir Reykjanesskaganum nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 3. október 2016 kl. 09:46

Varð fyrir eldingu í flugtaki

Þota WOW air varð fyrir eldingu í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli nú áðan.

„Sá þegar að eldingin fór í WOW vélina. Það komu þrír blossar í hana á sama tíma ... rosalegt,“ skrifar Guðjón Ingi Guðjónsson í Reykjanesbæ á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Þar sýndu Víkurfréttir myndskeið af veðrinu þar sem heyra má öfluga þrumu í kjölfar eldingar.

Fleiri urðu vitni að því þegar vélin varð fyrir eldingunni en vélin tók á loft yfir byggðina í Njarðvík og hvellurinn af eldingunni var mjög hár.

Þá hefur fólk lýst eldingu sem hafi slegið niður við flugstöðina og allt hafi nötrað þar í látunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024