Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varasamt fyrir ríkið að koma að deilunni
Vilhjálmur Árnason, þingmaður úr Grindavík.
Fimmtudagur 9. febrúar 2017 kl. 11:46

Varasamt fyrir ríkið að koma að deilunni

- segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður um sjómannadeiluna

„Staðan er orðin mjög alvarleg og þá sérstaklega fyrir litlar og meðalstórar útgerðir, landverkafólk og alla þjónustuaðila sjávarútvegsins. Vélsmiðjur, netagerðir, flutningaþjónustu, fiskmarkaðinn og lengi mætti telja. Verkfallið sýnir okkur hversu stór áhrif sjávarútvegur hefur í okkar samfélagi og mikilvægi hans,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður í Suðurkjördæmi við Víkurfréttir aðspurður um sjómannadeiluna.

Grindvíkingurinn er þó ekki á því að ríkið komi að deilunni. „Ég held að það sé mjög varasamt fyrir ríkið að koma að deilunni og gæti orðið til þess eins að fresta vandanum. Ef ríkið getur eitthvað aðstoðað viðsemjendur þá er það sjálfsagt mál en ábyrgðin er hjá þeim sem sitja við samningaborðið.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024