Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varalið BS fullmannað í Vogum
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 20. desember 2019 kl. 10:54

Varalið BS fullmannað í Vogum

Brunavarnir Suðurnesja hafa ráðið til sín sex einstaklinga í varalið slökkviliðsins með aðsetur í Vogum. Fyrir var einn einstaklingur búsettur í Vogum í varaliðinu.

Brunavarnir Suðurnesja héldu á dögunum kynningarfund fyrir áhugasama, þar sem starfsemin var kynnt og einstaklingar hvattir til að kynna sér þann valkost að sækja um inngöngu í varalið / útkallslið í Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við tekur þjálfun og annar undirbúningur þessa hóps, sem nú kemur til liðs við BS.

„Það er einnig ánægjulegt að geta þess að meðal hinna nýju varaliðsmanna er ein kona, en einungis starfar ein kona hjá BS. Þetta er því kærkomin viðbót,“ skrifar Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegum pistli sínum.

Brunavarnir Suðurnesja hafa nú varanlega staðsettan slökkvibíl í nýrri þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga.