Varaðir við sjóböðum í Keflavíkurhöfn
Ungir drengir gerðust full djarfir og gerðu sér að leik að stökkva í höfnina í Keflavík síðdegis. Vegfarandi sá til drengjanna og gerði lögreglu viðvart, sem sendi tvo lögreglubíla á staðinn. Drengirnir voru varaðir við sjóböðum sem þessum. Bæði er hætta á ofkælingu og þá er höfnin í Keflavík alls ekki leiksvæði barna. Þá hafa hvalir verið inni í höfninni og aldrei að vita hvað svoleiðis dýr geta gert.
Annars voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í dag.
Annars voru þrír teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í dag.