Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varað við svindlpósti
Mánudagur 17. nóvember 2008 kl. 13:38

Varað við svindlpósti



Ríkislögreglustjóri beinir því til fyrirtækjaeigenda að skrá sig ekki hjá European Company Directory enda bendi allt til þess að um svindl sé að ræða. Þetta sé nánast sama fyrirbærið European City Guide, sem er alræmd svikamylla. Morgunblaðið gerir svikamilluna að umfjöllunarefni í frétt nú áðan.

Tölvupóstur frá European Company Directory (Evrópsku fyrirtækjaskránni) birtist í morgun í pósthólfi blaðamanns Morgunblaðsins og án þess að á því hafi farið fram nákvæm rannsókn, má gera ráð fyrir að fleiri landsmenn hafi fengið samskonar póst. Sami póstur var í öllum pósthólfum hjá Víkurfréttum í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tölvupóstinum kemur fram að vilji fyrirtækjaeigendur að fyrirtækis þeirra sé getið í fyrirtækjaskránni fyrir næsta ár þurfi þeir að fylla út eyðublað sem fylgir með. Sérstaklega er tekið fram að það kosti ekkert að breyta upplýsingunum. Við fyrstu sýn virðist þetta kannski hið meinlausasta fyrirbæri en svo er alls ekki, hér liggur fiskur undir steini.

Í eyðublaðinu er afskaplega smátt letur þar sem segir m.a. að kostnaður á ári nemi 995 evrum (170.000 krónum) og að með því að skrifa undir eyðublaðið skuldbindi viðkomandi sig til þriggja ára áskriftar sem myndi, við núverandi gengi, nema 500.000 krónum.

Högni Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, segist í samtali við Morgunblaðið (mbl.is) ekki áður hafa séð tölvupóst frá þessu fyrirtæki en allt bendi þó til að um sé að ræða sama fyrirbæri og European City Guide. Hann segir að fólk eigi alls ekki að skrá sig hjá fyrirtækinu og ráðleggur þeim sem hafa þegar skráð sig að greiða ekki reikningana.

Fjölmargir hafa varað við European Company Directory og European City Guide á Netinu, m.a. á þessari síðu: www.stopecg.org/