Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varað við símaþjófum á Suðurnesjum
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 15:23

Varað við símaþjófum á Suðurnesjum

Að gefnu tilefni vill lögreglan á Suðurnesjum vara við símaþjófum. Um síðustu helgi var fimm farsímum stolið af gestum á skemmtistað í umdæminu á einu kvöldi. Þar af var einum, auk peningaveskis, stolið úr kvenmannsveski. Öðrum var stolið úr vasa karlmanns. Það er því ljóst að þeir sem voru þarna á ferð svifust einskis við athæfi sitt. Lögregla vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem kunna að vera á ferðinni á skemmtistöðum um helgina að gæta vel að munum sem þeir hafa meðferðis.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024