Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Varabæjarfulltrúi Kolfinnu styður D-listann
Miðvikudagur 16. maí 2012 kl. 22:05

Varabæjarfulltrúi Kolfinnu styður D-listann

Staðan í bæjarstjórninni í Garði er sérstök. Þó svo Kolfinna S. Magnúsdóttir hafi haft vistaskipti og hafi sagt skilið við D-lista sjálfstæðisfólks og óháðra og gengið í raðir N-listans, þá fylgir henni ekki varamaður.


Kolfinna má ekki forfallast á einum einasta bæjarstjórnarfundi sem eftir lifir kjörtímabils því varamaður hennar er Einar Tryggvason og hann styður D-listann. Forfallist Kolfinna er D-listinn aftur kominn með meirihlutavald í bæjarstjórninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Einar Tryggvason er hér fyrir miðri mynd að fylgjast með umræðum á bæjarstjórnarfundi í Garði nú í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson