Vara við stormi á Reykjanesbraut - varasamt ökutækjum
Veðurstofan hefur gefið út veðurviðvörun(Gult ástand) fyrir Faxaflóasvæðið sem gildir frá kl. 15:00 í dag og fram undir miðnætti. Spáin segir: Suðaustan 18-25 m/s, hvassast á Kjalarnesi, við Hafnarfjall með vindhviður að 45 m/s.
Einnig stormur á Reykjanesbraut. Varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.