Var heimilt að taka frí á kristnihátíð
Lögreglumaður sem starfaði við lögregluembættið í Keflavík og var veitt áminning fyrir að mæta ekki til vinnu kristnihátíðarhelgina 1. til 2. júlí 2000 hefur fengið áminninguna fellda úr gildi. Málsatvik eru þau að umræddur lögreglumaðurn hafði bókað sig í sumarfrí frá 28. júní til 14. júlí og hafði keypt sér ferð til útlanda þennan tíma. Síðar fékk yfirmaður mannsins þau boð að bannað væri að fara í frí á þessum tíma og gerði maðurinn sem hann gat til að flýta utanlandsferðinni og vera kominn til baka fyrir kristnihátíðarhelgina en það gekk ekki eftir.Yfirlögregluþjónninn í Keflavík lagði fram lista í byrjun júní yfir þá lögregluþjóna sem embættið ætlaðist til að yrðu við vinnu þessa helgi og var nafn mannsins þar á meðal. Sýslumaðurinn í Keflavík veitti manninum svo skriflega áminningu í ágúst og maðurinn kom sömuleiðis sínum sjónarhmiðum að nokkrum dögum síðar. Í málinu sem var afgreitt í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag fór maðurinn fram á það að áminningin yrði felld úr gildi og var það gert. Var því ekki fallist á að sýslumanni hafi verið stætt á að leggja bann við því með svo skömmum fyrirvara að stefnandi færi í leyfi umrædda daga. Þar með var heldur ekki fallist á að lögreglumaðurinn hafi með háttsemi sinni óhlýðnast löglegu banni yfirmanns síns. Hafi því ekki verið lagaleg skilyrði til að veita stefnanda áminningu eins og gert var með ákvörðun sýslumanns frá 8. ágúst 2000.