Var embættið vísvitandi fjársvelt?
Í skýrslu ríkisendurskoðunar um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að verði niðurstaðan sú að halda óbreyttum mannafla þurfi fjárveitingar til embættisins að aukast um 315 milljónir króna til að ná rekstri löggæsluhlutans hallalausum án þess að grípa þurfi til sparnaðaraðgerða.
Þessi upphæð er álíka þeirri sem embættið hefur eytt umfram fjárheimildir. Af skýrslu Ríkisendurskoðunar má því draga þá ályktun að embættið hafi vísvitandi verið fjársvelt.
Björn Bjarnason kannast hins vegar ekkert við að Ríkisendurskoðun hafi lagt til aukafjárveitingar, að því er fram kemur í svari hans til fréttastofu RÚV. Hann segir þróun fjármála hjá embættinu hafa verið óviðunandi og ekki verði tekið á þróun mála öðruvísi en með skipulagsbreytingu.
VFmynd/elg: Fjölmennt var á starfsmannafundi sem Jóhann R. Benediktsson boðaði sídegis í gær. Þar tilkynnti hann uppsögn sína ásamt þremur lykilstarfsmönnum embættisins.
Tengdar fréttir:
Björn undrast viðbrögð Jóhanns
Þrír lykilstarfsmenn hætta með Jóhanni
Björn kannast ekki við nein fyrirheit
Verður Sigríður Björk næsti lögreglustjóri?
1000 styðja lögreglustjóra á Facebook
Dómsmálaráðherra beri tilhlýðilega virðingu fyrir störfum Jóhanns
Björn segir Jóhanni lögreglustjóra upp störfum