Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Var á stolnum bíl
Mánudagur 12. janúar 2009 kl. 09:30

Var á stolnum bíl

Ölvaði ökumaðurinn, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði eftir nokkra eftirför í gærmorgun, reyndist vera á stolnum bíl. Það kom fram við yfirheyrslur yfir honum í gærkvöldi.

Hann var einnig ökuréttindalaus eftir að hafa verið sviptur þeim og töluvert áfengi reyndist vera í blóði hans. Bæði lögreglubíll og bíllinn sem maðurinn ók skemmdust eitthvað þegar hann ók utan í lögreglubílinn.

Visir.is greinir frá þessu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024