Vantar þig lóð fyrir sjoppu?
Í dag eru síðustu forvöð að sækja um lóð undir söluturn í Sveitarfélaginu Vogum. Sveitarfélagið auglýsti á dögunum 160 fermetra lóð að Hafnargötu 19 lausa til umsóknar undir söluturn á grundvelli úthlutunarreglna fyrir atvinnuhúsnæði sem eru aðgengilegar á vef sveitarfélagsins www.vogar.is. Frestur til að skila inn umsóknum er í dag.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2, Vogum eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] og á heimasíðunni www.vogar.is þar sem einnig má nálgast skipulagsuppdrátt ásamt skipulagsskilmálum.