Vantar starfsfólk í grunnskólana
Ekki er búið að fullmanna stöður í grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir næsta skólaár. Skólastjórar og fræðslufulltrúi hafa einn mánuð til stefnu áður en starf hefst í skólum eftir sumarfrí.
Á vef Reykjanesbæjar eru stöðurnar auglýstar. Það vantar enn þrjá umsjónarkennara á yngsta stigi, þrjá sérkennara, námsráðgjafa og þroskaþjálfa, hönnunar- og smíðakennara og tónmenntakennara.
Starfsmenn vantar einnig í stuðning við nemendur og í frístund. Þá er auglýst eftir forstöðumanni frístundar í Holtaskóla. [email protected]