Vantar myndir af Garðskagavita á sýningu
– 70 ára afmæli Garðskagavita fagnað 14. september.
Þann 10. september nk. verða liðin 70 ár frá því að Garðskagaviti var vígður við hátíðlega athöfn. Af því tilefni mun Sveitarfélagið Garður standa fyrir dagskrá á Garðskaga sunnudaginn 14. september, m.a. með ljósmynda og málverkasýningum.
Málverkasýning verður í Garðskagavita og auglýsir Sveitarfélagið Garður eftir málverkum að láni af Garðskaga, vitunum tveimur, eða sem tengjast atvinnulífi undir Garðskagavita. Myndirnar geta verið af hvaða stærð og gerð sem er, einnig teikningar. Jafnframt er óskað eftir líkönum af vitunum.
Þeir sem vilja lána myndir af þessu tilefni er vinsamlega bent á að hafa samband við Guðmund Magnússon hið fyrsta.
Sími: 8660448
Netfang: [email protected]