Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 28. febrúar 2002 kl. 01:13

Vantar endurskin á börnin

Bæjarbúi hafði samband við blaðið vegna skrifa foreldrafélag Myllubakkaskóla þar sem það lýsir yfir áhyggjum sínum af hraðri umferð í kringum skólann.
Þessi aðili vildi benda foreldrum á að mörg börn væru dökkklædd og fá með endurskinsmerki. „Ég keyrði Sólvallagötuna framhjá skólanum um daginn og ók framhjá 20-30 börnum sem öll voru dökkklædd utan eitt. Ekkert barnanna var með endurskinsmerki og aðeins eitt þeirra var í sjálflýsandi stígvélum. Þetta er atriði sem foreldrar ættu að huga að“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024