Vantar að ná í rassgatið á þeim sem gerði þetta
Skemmdarvargur var á ferð um Hafnargötu í Keflavík aðfararnótt sunnudags. Þegar fólk fór á stjá á sunnudagsmorgun blasti þetta við fólki. Búið var að velta blómakerjum um koll þannig að moldin úr þeim flæddi um götur og torg.
Óskað er eftir upplýsingum um hver þarna var að verki því yfirvöld hafa áhuga á að ná í rassgatið á viðkomandi. Upplýsingum má koma til Reykjanesbæjar.