Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantaði Suðurnesjarokið í flugeldasýninguna
Sunnudagur 2. september 2007 kl. 03:12

Vantaði Suðurnesjarokið í flugeldasýninguna

Flugeldasýningin á hápunkti Ljósanætur í Reykjanesbæ varð öðruvísi en margir áttu von á. Það vantaði gamla góða Suðurnesjarokið til að reykræsta sýningarsvæðið, sem varð til þess að stór hluti sýningarinnar sprakk á bakvið þykkan reykjarmökk. Sýningunni var þrátt fyrir það vel tekið og fengu félagar Björgunarsveitarinnar Suðurnes mikið klapp fyrir sýninguna sem var í boði Sparisjóðsins í Keflavík. Sparisjóðurinn fagnar 100 ára afmæli síðar á árinu.

Mynd: Flugeldasýningin hvarf í eigin reyk, en vindátt var óhagstæð, þar sem reykinn lagði í átt að áhorfendum og þykkur reykurinn kæfði ljósin frá sumum flugeldunum. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024