Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vantaði skrá yfir þá sem hafa kosningarétt hjá FSS
Frá fundi ferðamálasamtaka Suðurnesja á síðasta ári.
Mánudagur 29. október 2012 kl. 13:46

Vantaði skrá yfir þá sem hafa kosningarétt hjá FSS

Gagnrýni hefur komið fram vegna frestunar á aðalfundi Ferðamálasamtakanna

Það hefur ekki verið kosið um lista eða milli manna í áratugi á aðalfundum FSS. Þegar kemur að því að þurfi að kjósa verður að vera óvéfengjanleg skrá yfir þá sem eiga kosningarétt samkvæmt lögum félagsins,“ segir Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri Markaðstofu Suðurnesja en eins og greint var frá fyrir helgi var aðalfundi Ferðamálasamtaka Suðurnesja frestað þegar annað framboð til formanns kom fram.

Víkurfréttir spurðu Kristján út í ástæður þess að fundinum var frestað en gagnrýni á þá ákvörðun hefur komið fram og ástæðan sú að Kristján sjálfur var að fá mótframboð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Framboð voru ekki tilkynnt fyrirfram og ekki vitað hverjir vildu ganga í félagið af þeim sem mættu á aðalfundinn. Það varð því niðurstaðan að gefa þeim sem þess óskuðu tækifæri til að gerast félagar og greiða félagsgjald eins og lög félagsins gera ráð fyrir og taka þátt í kosningunum. Ég ítreka að aðalfundinum var ekki slitið heldur frestað og boðað veður til framhaldsaðalfundar 20. nóvember n.k.“ sagði Kristján við VF.