Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vanskilum á Suðurnesjum hefur fækkað hratt
Á fundi Landsbankans um fjárfestingartækifæri á Íslandi í gær kom fram að batnandi hagur haldist í hendur við hækkandi atvinnustig, hærri ráðstöfunartekjur og batnandi hag fyrirtækja.
Fimmtudagur 26. maí 2016 kl. 12:10

Vanskilum á Suðurnesjum hefur fækkað hratt

„Fyrstu merki um batnandi tíma er vanskilahlutfall og undanfarin misseri hefur það farið mjög hratt lækkandi hér á Suðurnesjum sem er gríðarlega mikið ánægjuefni,“ sagði Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ, á fundi bankans á um fjárfestingartækifæri á Íslandi á Park Inn hóteli í gær. Í máli Einars kom jafnframt fram að batnandi hagur á Suðurnesjum haldast í hendur við hækkandi atvinnustig, hærri ráðstöfunartekjur einstaklinga og batnandi hag fyrirtækja. Í kjölfarið hafi fasteignamarkaðurinn svo tekið hressilega við sér. „Okkur í Landsbankanum á Suðurnesjum fannst verða ákveðin vatnaskil síðasta haust. Þetta fór hægt og rólega af stað en svo varð algjör sprengja síðasta haust og í kjölfarið hefur fasteignaverð farið hækkandi,“ sagði hann. 

Uppbygging í ferðaþjónustu og umsvif henni tengd hafa einnig haft jákvæð áhrif á Suðurnesjum. „Þá má ekki gleyma nýsköpun á svæðinu en mörg nýsköpunarfyrirtæki hafa tekið til starfa, til dæmis á Ásbrú og Reykjanesi,“ sagði Einar. Það er því margt sem kemur til og hefur haft jákvæð áhrif á Suðurnesjum. Einar kvaðst staðfastur í þeirri trú að á fáum stöðum á Íslandi væru tækifærin jafn mikil og á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmenni mætti á fund Landsbankans í gær um fjárfestingartækifæri á Íslandi.