Vanskilabíll sóttur til Keflavíkur
Lögreglunni í Keflavík var í morgun tilkynnt um vörslusviptingu, þ.e. að fjármögnunarfyrirtæki væri að láta sækja bifreið til Keflavíkur þar sem eigandinn hafði ekki staðið í skilum.Nokkur slík tilvik eru á hverju ári að fyrirtæki sem veita mönnum bílalán koma og sækja bílana þegar ekki hefur verið staðið í skilum. Vörslusviptingin er alltaf tilkynnt til lögreglu þar sem „eigendur“ halda oft að bílnum hafi verið stolið.
(Myndin er ekki tengd fréttinni, heldur aðeins sem myndskreyting).
(Myndin er ekki tengd fréttinni, heldur aðeins sem myndskreyting).