Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 15:01
Vann stórfelldar skemmdir á eigin eigum
Eldsnemma á sunnudagsmorgun var lögregla kvödd að fjölbýlishúsi einu hér á Suðurnesjum en þar hafði íbúi einnar íbúðarinnar gengið berserksgang í íbúð sinni og unnið stórfelldar skemmdir á eigin eigum. Sá var færður í fangaklefa og reynt að róa hann niður en hann var í miklu andlegu ójafnvægi.