Vann skemmdir á hurð skemmtistaðar
Útkall barst til lögreglu vegna skemmdarverka sem unnin höfðu verið á hurð á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt. Auk þess var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu í nótt.
Þá fannst lítilræði af tóbaksblönduðu hassi á ökumanni bifreiðar sem var stöðvuð við eftirlit í Keflavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn játaði að eiga efnið og telst málið því upplýst.